Þjónustuskilmálar og Skilareglur
Þjónustuskilmálar vefverslunar
Viðmót Sport er íþróttavöruverslun sem selur íþróttafatnað og sérvörur fyrir padel- og tennisspilara.
Kt. 570171-0469
VSK nr. 23074
Skilmálar þessir gilda um vörukaup á vöru eða þjónustu á vefnum vidmotsport.is
Verð
- Vinsamlegast athugið að verð í vefverslun getur breyst án fyrirvara.
- Viðmót Sport áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Skattar og gjöld
- Öll verð í vefverslun eru reiknuð með virðisaukaskatti.
Ókeypis heimsending
- Ef keypt er fyrir meira en 15.000 kr. er hægt að fá pöntunina senda ókeypis heim með Dropp sé afhendingarstaður innan höfuðborgarsvæðisins.
Trúnaður
- Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
- Um vörukaup gilda lög um neytendakaup nr. 48/2003 og lög um lausafjárkaup nr. 50/2000.
Skilareglur og endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við Viðmót Sport með spurningar, sport@vidmotsport.is
Viðmót Sport áskilur sér rétt til að bjóða takmarkaða endurgreiðslu eða hafna vöruskilum alveg nái vörur sem á að skila ekki að uppfylla ofangreind skilyrði.
Útsöluvörum fæst hvorki skipt né skilað og eru keyptar í því ástandi sem þær eru. Inneignarnótur gilda hvorki á útsölu né lagersölu.